top of page
_15A48151.jpg

Svavar Ingvarsson

Íþrótta- og heilsufræðingur

BSc Sports and health science

Svavar þjálfar strákana.

Hann er fæddur og uppalinn á bóndabæ í Bárðardal.
Hann æfði frjálsar íþróttir öll sín unglingsár við ágætis árangur. Hann keppti meðal annars fyrir landslið íslands í stökk- og kastgreinum auk þess að verða íslandsmeistari í hinum ýmsu greinum. 
Svavar féll svo kylliflatur fyrir lyftingum og almennri líkamsrækt um tvítugt og er búinn að vera á þeirri hillu síðan.
Hann útskrifaðist með stúdentspróf af íþrótta/náttúrufræðibraut frá Framhaldsskólanum á Laugum árið 2011
og útskrifaðist með fyrstu einkunn í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands árið 2014.

_Z8A5163_edited_edited.jpg

 Malín Agla Kristjánsdóttir

ISSA Professional trainer certificate

Malín Agla þjálfar stelpurnar

Hún er borgarbarn í húð og hár og hefur hún stundað íþróttir frá því hún man eftir sér en hún æfði meðal annars listskauta í 8 ár og samkvæmisdans í 16 ár. 

Hún hefur unnið íslandsmeistaratitla sem og erlenda titla.
Hún fékk rjúkandi áhuga á líkamsrækt eftir að hún hætti að stunda keppnisdans fyrir u.þ.b. 5 árum. Hún hefur mikinn áhuga á heilbrigðu líferni og eftir að hafa fengið margar fyrirspurnir varðandi hreyfingu og mataræði þá ákvað hún að kýla á það og næla sér í einkaþjálfararéttindi. Henni finnst ekkert skemmtilegra en að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum með því að gera hreyfingu og hollt mataræði að skemmtilegum daglegum vana.

Hún starfar nú sem einkaþjálfari hjá World Class.

788-4084 eða 865-3380

*Ekki er möguleiki á endurgreiðslu er búið er að gera prógramm og veita aðgang að forritinu.

©2020 by Á Réttri Leið. Proudly created with Wix.com

bottom of page