


"Frá því að ég byrjaði á prógramminu hef ég fundið fyrir miklum framförum á æfingum og á heilsu minni almennt.
Æfingarnar eru fjölbreyttar, krefjandi og vel skipulagðar, sem gerir þær fullkomnar fyrir alla sem vilja taka æfingarnar sínar á næsta stig.
Ef þú ert að leita að prógrammi sem getur hjálpað þér að taka heilsuna á næsta level og ná markmiðum þínum. þá get ég ekki mælt nógu mikið með Maínli og Svavari."
Sigríður Marta

“Mjög skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar sem sniðnar eru að þér og hvað þú vilt styrkja og bæta. Appið frábært! Goðar skýringar og video með hverri æfingu. Svo er þægilegt að eiga samskipti við Svavar (þjálfara) og fá leiðbeiningar, ráðgjöf og hvatningu! Mæli með fyrir alla “
Ómar Rafn

" Ég er mjög ánægður með prógrammið frá Malín og Svavari.
Þau bjóða upp á frábært app með fjölbreyttum og árangursríkum æfingum. Þau eru alltaf fljót að svara fyrirspurnum og veita góða leiðsögn. Ég mæli eindregið með þeim fyrir alla sem vilja ná arangri í sinni þjálfun"
Þórir Rafn

"Ég hef notast við appið Á Réttri Leið sem er stýrt af Svavari og Malin og það er alger snilld. Mjög skýrt, myndbönd með öllum æfingum, sérsniðið að þínum þörfum, hvetjandi og hentar vel mönnum eins og mér sem vaða bara í einhver tæki í salnum. Æfingar verða svo miklu árangursríkari með appinu, mæli endalaust með"
Sæmundur Norðfjörð

"Hef prófað endalaust af heilsuöppum með alls konar áskriftum og gefist upp á þeim öllum. Þetta er miklu meira hvetjandi sem býður upp á samskipti við þjálfara með mjög skýrum og góðum leiðbeiningum"
Auðun Georg

"Ég var orðinn þreyttur á að gera sömu æfingarnar aftur og aftur, hafði samband við Svavar og Malín og þau fóru í gegnum þetta með mér og bjuggu til æfingaprógramm í gegnum appið þeirra. Ég kynntist fullt af nýjum æfingum sem ég vissi ekki af og gerði æfingarnar fyrir vikið miklu skemmtilgri og skilvirkari. Einnig má bæta við að appið er þægilegt og auðvelt í notkun."
Gunnlaugur Arnar

"Þvílík bylting fyrir heilalausa gaura eins og mig sem þurfa að æfa. Það sem gerir þeirra æfingarkerfi auðvelt og skemmtilegt eru sýningarvídjóinn, þau nánast æfa fyrir þig og þú getur bara setið heima í sófa og komist í form. Einfalt, þægilegt og svínvirkar hvar sem er í heiminum...allavega á Spáni"
Jens Sævarsson

"Eg fór í farþjálfun til þess að fá aga og rútínu sem var gerð út frá mínum eigin markmiðum. Svavar var ekki lengi að púsla saman flottu prógrami og duglegur að halda mér við það og veita ráð þegar þurfti. Hann var alltaf innan hands og fljótur að svara ef ég hafði spurningar. Ég sá fljótt smá árangur sem ég veit að mun hratt snjóboltast yfir mánuðina. Virkilega skemmtileg reynsla."
Egill Þór Ívarsson

"Skráði mig í þjálfun þar sem ég var ekki á réttri leið með markmiðin mín og vildi ná að einfalda lífið í kringum það að komast í gott stand og haldast í því. Uppsetningin á þjálfuninni og matarprógraminu er einföld og án mikillar fyrirhafnar. Appið þeirra er algjör snilld og býður upp á tengingu við snjallúr á borð við Apple watch og við öpp eins og myfitnesspal sem hjálpar mikið þegar maður vill hafa mikla og góða yfirsýn. Mæli heilshugar með þessum meistara ef ykkur finnst þið vera að fara aftur á bak eða standa í stað til að koma ykkur á rétta leið.
Hafþór Ingi Pálsson

Ég er núna búin að vera í fjarþjálfun hjá Malín Öglu síðan í janúar og ég hef aldrei náð jafn góðum árangri í ræktinni. Appið á réttri leið er algjör snilld, allar æfingarnar eru mjög vel útstýrðar og gott að geta horft á myndböndin ef maður er í vafa. Það er líka mjög hentugt að geta tengt appið við Apple watch, sjá æfingar þar og skrá caloríurnar beint í appið. Malín er líka svo frábær þjálfari, hún heldur svo vel utan um mann og svarar öllum spurningum og leiðbeinir vel. Ég gæti ekki mælt meira með!
Hrafnhildur Grímsdóttir

Ég mæli hiklaust með þjálfun hjá Svavari. Svavar er jákvæður, hvetjandi og heldur manni vel við efnið, aðgangur að app-i gerir yfirsýn yfir árangur og framhaldið mjög sýnilegt 👍
Þorgeir Lúðvíksson


"Svavar og Malin hafa reynst mér mjög vel sl. vikur.
Það er hugsað vel um mann, maður fær hvatningu og æfingarnar skemmtilegar og alveg eftir mínum þörfum og markmiðum.
Appið er einfalt og þægilegt. Myndband af öllum æfingum og hægt að skrá allar þyngdir svo auðvelt er að fylgjast með bætingu.
Ég er á réttri leið!"
Ingvi Einar, Eigandi MARS MEDIA

"Án efa þægilegasta fjarþjálfun sem ég hef farið í. Appið mjög einfalt og þægilegt að getað séð myndband af öllum æfingum. Og æfingarnar mjög fjölbreyttar. og þau eru alveg ótrúlegt snögg að svara spurningum mans og hvetja mann áfram."
Gunnar Árni Magnússon

"Frábært og aðgengilegt app. Heldur vel utan um það sem er gert. Eftirlitið sem ég fæ frá þjálfurum er mjög gott. Mæli með þeim."
Ingi Guðjónsson

"Eftir að hafa verið í einkaþjálfun hjá Malínu í nokkra mánuði þá færði hópurinn minn sig yfir í fjarþjálfun "Á réttri leið" í sumar. Æfingarnar eru bæði fjölbreyttar og skýrar, og aðlagaðar að okkar getustigi. Ég skrái inn niðurstöður allra æfinga sem ég geri og sé árangursbætingar sem koma. Einnig get ég skráð inn allt sem ég geri sjálfur aukalega, eins og hjólreiðar og sund. Ég skrái síðan inn þyngd mína, og það er mjög hvetjandi að sjá línuritið yfir þá bætingu í appinu. Ég hef ekki orðið leiður á því að fara í ræktina, eins og alltaf áður, vegna fjölbreytileikans og félagsskaparins."
Kristján Gaukur Kristjánsson

“Algjör snilld fyrir týpur eins og mig sem vita aldrei almennilega hvað þær eiga að gera í ræktinni. Hvetur mann líka til að mæta.”.
Reynir Berg

"t’s so easy and comfortable to use the app. It keeps track of everything - the weight I use for each exercise, all the workouts I do wether it’s running, a program from Malín or just a simple walk. It’s so nice to be able to keep all my progress in one place"
Camille
Við viljum hjálpa
Með rútínu og góðu aðhaldi munum við hjálpa þér að ná markmiðum þínum, hvort sem þú kýst að æfa heima eða í líkamsræktarstöð.
Svavar þjálfar strákana og Malín stelpurnar.
Við bjóðum upp á framúrskarandi þjónustu fyrir fólk á öllum aldri.



